![Óli í úrvalsliði!](/media/contentimages/8611.jpg)
Ólafur er eini Íslendingurinn í liðinu en hann en hann á sér fast sæti í liðinu, enda er hann einn af bestu leikmönnunum í Þýskalandi.
Liðið er þannig skipað, markvörður er, Henning Fritz, Kiel, ÓlafurStefánsson, Magdeburg, Markus Baur, Lemgo, Volker Zerbe, Lemgo, Christian Schwarzer, Lemgo, Florian Kehrmann, Lemgo, Stefan Kretzschmar, Magdeburg, Oleg Velyky, Essen, Kyung-Shin Yoon, Gummersbach. Ólafur, Velyky og Yoon eru einu leikmennirnir sem fæddir eru utan Þýskalands sem eru valdir í liðið að þessu sinni. Christian Schwarzer var á dögunum kjörinn besti leikmaður deildarinnar, en ólafur hlaut þá nafnbót í fyrra.
Ólafur hefur leikið sinn síðasta leik með Magdeburg í Þýskalandi, a.m.k. að sinni því hann flytur í sumar til Spánar og leikur með spænsku bikarmeisturunum Ciudad Real næstu fjögur árin.
Kveðja kristinn18