Ísland sigraði Dani í æfingaleik í handbolta áðan á Austurbergi.
Leikur íslenska liðsins var ágætur en Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er að prófa nýja 5-1 sem virkaði vel. Ólafur Stefánsson skoraði þriðjung marka Íslendinga(tólf mörk) og mörk tilþrif sáust hjá Guðmundi Hrafnkelssyni sem átti mjög góðan leik.
Sterka menn vantaði í bæði lið og ungir menn fengu að njóta sín. Íslendingar voru þó líklega nær því að stilla upp A-liði en Danir.
Kveðja kristinn18