Hilmar Þórlindsson hyggst leika með handknattleiksliði Gróttu/KR á næsta tímabili en Hilmar er samningsbundinn liðinu til vorsins 2004. Hilmar hefur sl. tvö ár leikið með Modena á Ítalíu og nú síðast með spænska liðinu Cangas. Félagið hefur þegar fengið tvo nýja leikmenn fyrir næstu tíð en það eru þeir Daði Hafþórsson frá Aftureldingu og Gísli Guðmundsson, markvörður frá Selfossi.
,,Við reiknum með að Hilmar leiki með okkur en það er ljóst að okkur vantar sterkan varnarmann. Við erum að vinna í þeim málum og tíminn leiðir það í ljós hvað okkur verður ágengt í þeim málum,“ sagði Kristján Guðlaugsson, formaður handknattleiksdeildar Gróttu/KR, í samtali við DV í gær.
Kristján sagði að Alexanders Petersons hefði ekki enn skrifað undir samning við þýska liðið Düsseldorf.
,,Við settum á leikmanninn sanngjarnt verð sem þýska liðið gekk að. Petersons hefur hins vegar ekki skrifað formlega undir og fyrr er málið ekki í höfn,“ sagði Kristján.
Heimildir: dv.is/sport
Kveðja kristinn18