Haukarnir kepptu á móti ÍR-ingum í dag í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Esso-deild karla. Haukar unnu örugglega 34-22. Það voru ÍR-ingar sem byrjuðu betur í leiknum os komust meðal annars í 9-6 forystu en þá voru Haukunum nóg boðið og skoruðu sex mörk í röð. 15-12 í hálfleik fyrir Haukum.
Í seinni hálfleik voru Haukarnir miklu betri og áttu sigurinn skilið.
Þorkell Magnússon skoraði 8 mörk fyrir Hauka, Robertas Pauzoulis og Halldór Ingólfsson 6 mörk hvor og Ásgeir Örn Hallgrímsson 5. Bjarni Frostason stóð lengst af í marki Hauka og varði 15 skot. Bjarni Fritzson var markahæstur í liði ÍR-inga með 5 mörk. Guðlaugur Hauksson og Einar Hólmgeirsson gerðu 4 mörk hvor. Hallgrímur Jónasson var mest allan leikinn í marki ÍR og varði 14 skot, þar af 10 í fyrri hálfleik.
Haukar eru að vinna 2-1 í viðureign liðanna í úrslitum en næsti leikur er á þriðjudaginn og þá geta Haukar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigur.
Kveðja kristinn18