Var á leiknum og gæti skrifað grein um þetta, er að spá í að gera það.
Leikurinn byrjaði svona eins og þessi dæmigerðir 1. leikur í úrslita rinu, talsverð barátta, þónokkuð af mistökum. Haukar spiluðu 6-0 vörn þar sem þeir settu Pouzolis til höfuðs Einar Hólmgeirssyni, og var Shamkuts alltaf tilbúinn í hjálpar vörninni. Þetta var kannski ekki alveg að virka í byrjun þar sem Ólafur Sigurjóns fékk hvert dauðafærið á fætur öðru, og ÍR ingar komust í 5-2. Eftir það var eins og það slöknaði á Ólafi, og það var nú aldrei eins og neinn annar af ÍR ingunum væri tilbúinn til að taka við af honum og það kom MJÖG slæmur kafli sóknarlega séð hjá ÍR þar sem þeir skoruðu ekki mörk í 15 min. Haukar áttu þannig séð engan stórleik á þessum kafla, en þó það góðan að þeir komust í 11-6. ÍR sem hafði spilað 3 - 3 vörn framan ef með ágætis árangri hættu að spila hana, um það bil sem sóknin fór að klikka, og manni virtist haukar ætla að stinga af. En sma´einbeitningarleysi hjá Haukum undir lok hálfleiks kostaði þá 2 mörk, og ír komst í 11-8. Það sem stóð uppúr í fyrri hálf leik var líklegast það að Birkir Ívar át ÍR ingana bókstaflega, og ég gæti vel trúað að hann hafi verið kominn með hátt í 15 skot strax í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Hauka var markviss, og enginn einn sem var betri en annar.
Seinni hálfleikur byrjaði eiginlega eins og sá fyrri endaði, ÍR ingar voru einbeittir, og fór Guðlaugur að nýta sér plássið sem hann fékk á vinstri vængnum, en poazolis og shamkuts lokuðu nánast hægri vængnum. Guðlauguar skoraði að ég held 3 mörk í upphafi síðari hálfleiks, og maður farinn að halda að ÍR ingar væru komnir af stað. En þá gerðist eitthvað, Guðlaugur hætti að skora, enginn annar tók við, og sóknarleikurinn varð tilviljunarkenndur. Fannst mér sem ÍR ing oft bara fáranlegt að þeir skildu ekki stilla uppí markvissara spil. En á þessum tíma dróg Aron vagninn sóknarlega, og haukar stimpluðu á 6-0 vörn ír inga, og fengu hvað eftir annað góð mark tækifæri. Þeir komust í 6 marka forustu, og þá fannst mér eins og leikurinn væri búinn, og Hauka fóru að slaka á. Munurinn hélst þannig út leikinn, eða allt þar til 2 min voru eftir, þá skoruðu ír ingar 3 síðustu mörkin.
Það sem mér fannst standa uppúr í þessum leik var að Hauka voru miklu betur undirbúnir fyrir þennan leik. Þeir virtust vera búnir að skoða sóknarleik ÍR inga markvisst, og komust ír ingar lítið áleiðis. Stórskyttan Einar Hólmgeirsson fékk varla skotfæri í leiknum. Kom ekkert útur hornamönnum liðsins, né línumönnum. Vörn ír inga var svo sem ágæt, en ekki mikið meira en það.
Dómararnir dæmdu þennan leik svo sem ágætlega þó maður geti vafalaust fundið einhver smáatriði sem fóru í taugarnar á manni á leiknum, en það er samt ekki hægt að segja að mínu mati að þeir hafi dæmt þennan leik ílla. Það sem mér fannst helst að var að ÍR ingar fengu helst til of stuttar sóknir, og dómarar leiksins flautuðu of snemma á brot Haukamanna, sem truflaði flæðið á leik ÍR inga, ásamt því að taka af þeim 2 mörk. Efast ekki um að Haukamenn geti fundið sambærileg atvik þar sem dómarar dæmdu eitthvað á móti þeim, svo ætli maður verði ekki að segja að dómarar hafi staðið sig vel.
En allavega já, svo sem ágætis 1 úrslitaleikur, þó mér fyndist að haukar hefðu ekki átt að slaka svona mikið á, og ÍR ingar hefðu átt að vera betur undirbúnir fyrir þetta. Þeir hafa núna þangað til á morgun til að laga það sem miður fór, og vonandi skilar það einhverju.