Nú er að fara að hefjast úrslitarimman á milli Hauka og Í.R. og þá er það bara spurningin hverjir verða Íslandsmeistarar.
Að mínu mati þá verða það Haukar vegna þess að þeir eru með reyndara lið og eru orðnir vanir að standa í þessu. Þar að auki held ég að ÍR-ingar séu orðnir nokkuð sáttir við sinn hlut á þessu Íslandsmóti.
En á næsta ári hef ég fulla trú á Í.R.-ingum en tel ég þá að það verði aðeins erfiðara uppdráttar hjá Haukum þar sem að eftir þetta tímabil eru þeir að fara missa Aron Kristjánsson út til Danmerkur og sennilega er Halldór að fara að þjálfa Fylki.
Mér sem Haukamanni þykir það mjög leitt en á sama tíma sem áhugamanni fyrir handknattleik þá finnst mér mjög gaman að sjá hvað það eru margir ungir og efnilegir leikmenn að koma upp hjá Í.R., Val, K.A, Gróttu-K.R. og einnig hjá Haukum þannig að framtíðin virðist vera björt í íslenskum handknattleik.