Íslenska ungmennalandsliðið í handbolta karla sigraði lið Búlgaríu 31-26, í undankeppni HM U21, sem hófst í Búlgaríu í dag. Íslensku strákarnir náðu yfirhöndinni strax í byrjun leiksins, þeir komust í 6-1 og höfðu fimm marka forskot í hálfleik 14-9.

Einar Hólmgeirsson var markahæstur íslensku strákana og skoraði sex mörk. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hörður Fannar Sigþórsson og Ólafur Víðir Ólafsson skoruðu fimm mörk hver, Logi Geirsson fjögur, Vilhjálmur Halldórsson og Arnór Atlasson tvö hvor og Jón Björgvin Pétursson og Sigurður Eggertsson sitt markið hvor. U21 mætir svo Moldavíu seinna.

Gleðilega páska!
Kveðja kristinn18