Deildarkeppnin er loksins lokin og niðurstaðan að Haukar urðu deildarmeistarar. Liðin sem mætast í úrslitakeppninni eru:
Haukar - Fram
Valur - FH
ÍR - ÞÓR
KA - HK
Haukar - Fram
Haukamenn eiga nú að vera með talsvert sterkara lið en Frammarar og eiga því að sigra nokkuð örugglega í báðum leikjunum.
Spá: 2-0
Valur - FH
Valsmenn hafa verið að dala en FH-ingar að vera bæta sig gríðarlega, erfitt verður að spá fyrir hvort liðið kemst áfram og veldur það allt á dagsformi Loga Geirssonar hvort liðið komist áfram.
Spá 2-1
ÍR - Þór
ÍR-ingar hafa spilað mjög vel í vetur og eru með mjög efnilegt lið, ættu að sigra örugglega gegn þórsurum sem gætu þó,, mögulega náð í einn sigur á akureyri.
Spá: 2-0
KA - HK
Lið hk er óútreiknanlegt og gæti gert hvað sem er, KA liðið á að teljast sterkara en aldrei er að vita hvað getur gerst, HK-menn hafa dalað síðan þeir urðu bikarmeistarar og tapað eða unnið botnliðin naumlega.
Spá: 2-1
Samkvæmt þessu eru heimasigrar í öllum viðureignum og gangi þetta eftir mætast í undanúrslitum Haukar - KA og Valur - ÍR