Alexanders Petersons, örvhenta skyttan hjá handknattleiksliði Gróttu/KR, kom heim í fyrrakvöld eftir þriggja daga dvöl hjá þýsku Evrópumeisturunum Magdeburg. Hann æfði þar með þeim Ólafi Stefánssynu og Sigfúsi Sigurðssyni undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Kristján Guðlaugsson, formaður stjórnar meistaraflokks karla hjá Gróttu/KR, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að ljóst væri að Alfreð og hans menn hjá Magdeburg hefðu áhuga á Petersons, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt á dögunum.
Þeir ætla að láta Gróttu/KR vita á miðvikudag hvort þeir muni gera tilboð í hann.
ÁFRAM GRÓTTA/KR
Kveðja kristinn18