Hlynur Morthens, markvörður Gróttu/KR í handknattleik, verður frá keppni það sem eftir er keppnistímabilsins. Hlynur meiddist á úlnið í síðari leik Gróttu/KR við sænska liðið Såvehof í Evrópuekkpninni á dögunum og fyrir helgi kom í ljós að liðband í úlniðnum er slitið og þarf Hlynur að gangast undir aðgerð vegna þess. Gert er ráð fyrir að að hann þurfi að vera í gipsi í allt að sex vikur þannig að hann hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili.
Fleiri markverðir eru meiddir þessa dagana því Hreiðar Guðmundsson, aðalmarkvörður ÍR-inga, er líklega með slitið krossband í hné og verður frá það sem eftir er vetrar.
ÁFRAM GRÓTTA/KR
Kveðja kristinn18