Nokkrar staðreyndir um FH - Haukar Það verður heldur betur stórleikur í Kaplakrika klukkan 5 í dag þar sem FHingar taka á móti aðal fjandmönnum sínum. FHingar hafa átt á brattann að sækja í leikjum þessara liða undanfarin ár en nú er kominn tími fyrir FHinga að spíta í lófana og sýna Vigó og lærisveinum hvar Davíð keypti ölið. (í london?)

FH og Haukar hafa leikið alls 96 leiki í Íslandsmótum og Bikarkeppnum frá því 1955. FH hefur sigrað í 54 þessara leikja en Haukar í 33. Aðeins 9 hafa endað með jafntefli. Í þessum leikjum hefur FH skorað samtals 2.246 mörk en Haukar 2.058.

Haukar unnu fyrri leik liðanna á Ásöllum örugglega, 27-19.

Stærsti sigur FH gegn Haukum var á Íslandsmótinu utanhúss 1965, 41-9 en á Íslandsmóti innanhús var stærsti sigurinn tímabilið ’86-’87 en þá voru Haukar nýkomnir upp úr 2. deildinni gömlu. Leikurinn endaði 34-15 þar sem Magnús Árnason fór á kostum í FH markinu en Sigurjón Sigurðsson (Diddi) var allt í öllu hjá Haukunum. Leikurinn var í beinni útsendingu hjá nýrri sjónvarpsstöð, Stöð 2 og var honum lýst af Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa sem þá var að stíga sín fyrstu spor í íþróttafréttamennskunni.

Stærsti sigur Hauka á FH var 9 marka sigur í úrslitakeppninni í fyrravor, 26-17.

Þjálfarar liðanna, þeir Viggó Sigurðsson og Þorbergur Aðalsteinsson eru fyrrum samherjar. Þeir léku lengi saman í sigursælu liði Víkinga á árum áður undir stjórn Bogdan.

Haukar hafa unnið síðustu 10 leiki liðanna en FH sigraði síðast í Bikarkeppninni í október 1998, 25-24.

Lægstu skor í leik milli liðanna var í Íslandsmótinu 1970 þegar FH sigraði 14-11 og í Íslandsmótinu utanhúss sama ár vann FH 12-11!!

Mest var skorað í 8-liða úrslitunum 2001 er Haukar sigruðu 32-31.

FHingar.is
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”