Það er ávalt mikið að gerast í kringum þennan merka dag og það er ekki breyting á því í ár. Samt verð ég nú að tjá mig um það að HK menn eru að koma skemmtilega á óvart í þessum málum. Eru að leggja mikið á sig til að gera þetta sem skemmtilegast fyrir alla. Stjórn HK er með sprell og gaman uppí Digranesi svipað og UMFA er að gera í Mosó. Það sem ber af hjá HK mönnum eru Binnamenn svokallaðir. Þetta er s.s. stuðningsmannafélag Binna (Brynjar Freyr Valsteinsson) sem er hornamaður í þessu baráttuglaða liði HK. Þessir drengir eru búnir að koma sér vel fyrir á einni ölstofu í Kópavogi (Riddaranum) og ætla þar að halda uppi gleði og glensi frá klukkan 11 og þar til að rútur fara þaðan uppí Laugardalshöll. Þetta er held ég e-ð sem enginn sannur HK-ingur (með aldur) ætti að missa af og ég skora á alla sem vilja (og hafa aldur til) að mæta á svæið og auðvitað alla sem hafa gaman af að mæta í höllina líka.
Hægt að skoða þetta nánar á <a href="http://www.binnamadurinn.com ">www.binnamadurinn.com</a>
Allir að mæta í höllina, þetta verður gleði útí gegn !
Hugsa fyrst… skrifa svo…