Þessar eftirfarandi greinar birtust á www.fhingar.is
17.2.2003 19:01:00
Einar Gunnar hættir.
Handknattleiksdeild FH og Einar Gunnar Sigurðson hafa komist að samkomulagi um að Einar hætti störfum fyrir deildina sem þjálfari m.fl.ka. Árangur meistaraflokks hefur verið langt frá væntingum og eins og staðan er í dag er frekar ósennilegt að FH-liðið nái inn í úrslitakeppnina, nema fyrir einhver kraftaverk en við vonum það besta. Ekki hefur enn verið ákveðið hver taki við en það ræðst seinna í kvöld.
18.2.2003 10:44:00
FH-ingar ræða við Þorberg (VF.IS)
Samkvæmt heimildum VF ræddu FH-ingar við Þorberg Aðalsteinsson í gærkvöldi um að þjálfa liðið út tímabilið. Lítið er hins vegar að frétta af gangi viðræðna og eru stjórnarmenn handknattleiksdeildarinnar þöglir sem gröfin.
Á heimasíðu FH kemur fram að einn þjálfari sé ansi heitur og muni gefa endanlegt svar í dag. VF er kunnugt um a.m.k. einn fyrrverandi leikmann FH sem rætt var við en hann gaf afsvar. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn í sögu FH sem þjálfari liðs er látinn fara á miðju tímabili
18.2.2003 13:02:00
Þorbergur Aðalsteinsson ráðinn þjálfari
Fyrir stundu var Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrv. landsliðsþjálfari, ráðinn þjálfari m.fl. ka. til loka þessarar leiktíðar. Þorbergur tekur við af Einari Gunnari Sigurðssyni. Árangur liðsins hefur verið talsvert undir væntingum, bæði okkar FH-inga og Einars sjálfs og því varð að samkomulagi í gær að Einar hætti störfum.
Þorberg þarf auðvitað ekki að kynna fyrir íslensku handboltaáhugafólki. Glæsilegur ferill hans spannar áratugi sem leikmaður og þjálfari og árangur hans í þjálfun talar sínu máli. Það er von okkar að Þorbergur nái að rífa liðið okkar upp og að leiðin liggi upp á við út tímabilið.
Velkomin til FH Þorbergur.
Að sjálfsögðu vitum við ÖLL að hann gerir ekki FH af deildarmeisturum þetta árið, en ég held að málið snúist eiginlega meira að því að ná FH í 8unda sæti eða ofar og þá komast karlanir inn í úrslitakeppnina og eiga sjéns á Íslandmeistaratitli sem að FH eru búnir að vinna oftast að Val frátöldum (Valur hefur unnið oftast en FH næstoftast).
Kíktu á síðuna mína, hún er svo flott!