Núna er HM í Portúgal búið og við lentum í sjöunda sæti en við megum samt ekki hætta að senda inn greinar

Patrekur Jóhannesson leikmaður í Íslenska landsliðinu í handbolta er með nokkur járn í eldinum.Lið Essen sem hann hefur leikið með undanfarin sex ár hefur boðið honum nýjan samning.Snorri Steinn Guðjónsson hitti forráðamenn hins fornfræga þýska handboltaliðsins Grosswaldstadt í Lissabon á sunnudag þar sem undirritaður var samningur til tveggja ára.Ólafur Stéfánsson var besti leimaður Íslendinga á Heimsmeistaramótinu.Christan Schwarzer línumaðurinn sterki í liði Þjóðverja var í gær valinn besti leikmaður Heimsmeistarakeppninnar í handknattleik.Schwarzer var geysilega öflugur með Þýskaliðinu í öllum leikjum keppninnar.Úrvalslið keppninnar var jafnframt tillkynnt á meðan úrslitaleikurinn fór fram.Þar áttu Þjóðverjar flesta fulltrúa þrjá.Liðið er þannig skipað:
Markvörður: Henning Fritz frá Þýskalandi.
Línumaður: Christian Schwarzer frá Þýskalandi.
Vinstra horn: Eduard Kokcharov frá Rússlandi.
Hægra horn: Mirza Dzomba frá Króatíu
Skytta vinstra megin: Patrick Cazel frá Frakklandi
Leikstjórnandi. Enric Masip frá Spáni
Skytta hægra megin: Carlos Perez frá Ungverjalandi
Perez varð markakóngur HM og skákaði Ólafi í baráttunni um skyttustöðina.
Þessir urðu markahæstir á HM:
Carlos Perez frá Ungverjalandi með 62 mörk.
Hussein Zakay frá Egyptalandi með 61 mörk.
Ólafur Stéfánsson frá Íslandi með 58 mörk.
Stéfán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson voru varadómarar á úrslitaleik Þjóðverja og Króata á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Lissabon í gær.Þeir félagar dæmdu undanúrslitaleik Spánverja og Króata á laugardaginn og fengu mikið lof fyrir frammistöðu sína.Einkunn þeirra hljóðaði upp á 88 stig og fyrir úrslitaleikinn sem Svíarnir Jan Boye og Bjarne Jensen dæmdu í gær var þetta hæsta einkunn dómara á mótinu.Hæst er gefið 100 stig en meðaltalið í keppninni voru 77 stig.
Takk fyrir mig
kristinn18