Jæja núna er HM-mótið í handbolta búið og úrslitin voru frekar óvænt. Króatar komu öllum á óvart og hrepptu heimsmeistaratitilinn af Þjóðverjum og hvorki Svíþjóð né Danmörk komust í 8 liða úrslit. En það kom reyndar ekki á óvart að Þjóðverjar skildu vera í öðru sæti. Maður er orðinn svolítið vanur því að þeir tapi úrslitaleik, því að þeir töpuðu einnig úrslitaleiknum á móti Svíum í fyrra og ef maður fer úti fótboltann þá töpuðu þeir úrslitaleiknum á móti Brössum í sumar. Óli Stefáns varð í þríðja sæti sem markakóngur sem er bara nokkuð fínt og við náðum ólympíusætinu af Júgóslövum en landsliðið setti ér það markmið fyrir mótið og varð eina norðurlandaþjóðin sem náði því. En fyrstu átta sætin í keppninni voru:
1.Króatía
2.Þýskaland
3.Frakkland
4.SPánn
5.Rússland
6.Ungverjaland
7.Ísland
8. Júgóslavía
Jæja nú er bara að bíða eftir EM á næsta ári og svo ÓL.
kv. Þóunn