Hæ hugarar.
Vitið þið hvort að markmaður sem fær boltann af manneskju sem er í hennar liði megi ekki bara taka boltann á kassann og sparka boltanum út?
Þetta gerist óendanlega oft í leikjum yngra flokka að einhver gefi á markmanninn í sínu liði, og fyrir þá sem ekki vita þá er það bannað. Þá væri það kúl ef að markmaðurinn tæki takta, taki boltann á kassann og sparki út á næsta mann.
Það er ömurlegt þegar þetta gerist að gefið er á markmanninn. Eða mér finnst það allavega. Markmaðurinn nátturlega grípur boltann en ef að hann gerir það ekki væri möguleiki á því að það verði sjálfsmark.
Allavega vitiði hvor þetta megi með að taka boltann á kassann og sparka út?