Íslendingar voru með undirtökin llan leikinn og það var 16-13(held ég) í hálfleik.Svo í seinni hálfleik áttum við frábæran kafla sem entist nánast allan leikinn.Svo náðu Júgóslavar að draga á okkur í lokin en ég tel það nú bara vera út af því að Íslendingar vissu að þeir hefðu unnið.
Djöfull trompaðist ég þegar gaurinn sló Aron Kristjánsson í lokin.Þetta var bara rautt spjald!
Ef litli bróðir hefði ekki verið þarna hefði ég kallað gaurinn öllumillum nöfnum.Þetta var eitt af því óíþróttamannslegasta sem ég hef séð.
En mjög góður leikur,
Íslendingar geta sigrað alla á góðum degi.Ehemm….Degi já.
Hann og sín lúmsku skot.
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.