Smá HM fréttir Tekið af mbl.is

Svíar sigruðu Ungverja, 33:32, í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handknattleik í kvöld. Staðan í hálfleik var 17:17. Með þessum sigri eygja Svíar enn veika von um sigur í milliriðlinum og þar með að leika um verðlaunasæti á mótinu. Mikið veltur á leik Frakklands og Slóveníu sem er að hefjast.


Gestgjafar Portúgala eru úr leik í heimsmeistarakeppninni í handknattleik eftir ósigur gegn Júgóslövum í kvöld, 30:28. Með þessum úrslitum er ljóst að Júgóslavar og Þjóðverjar fara áfram úr milliriðli 2 en Portúgal og Túnis sitja eftir. Þá eru Egyptar úr leik eftir ósigur gegn Króötum í milliriðli 3 í kvöld, 29:23.

Rússar sigruðu Dani, 35:28, í milliriðli 3 á HM í handknattleik í kvöld og koma þau úrslit mjög á óvart miðað við frammistöðu liðanna til þessa í keppninni. Þar með er mikil spenna í riðlinum þar sem þessar þjóðir berjast við Króata um tvö efstu sætin, en Ísland mætir einhverju þessa þriggja liða í undanúrslitum um sæti á laugardaginn.
Spánn burstaði Katar, 40:15, í milliriðli Íslands og dugar þar með jafntefli gegn Íslendingum á morgun til að komast í úrslit um verðlaunasæti á mótinu. Frakkar unnu öruggan sigur á Slóvenum, 31:22, í milliriðli 4.


Já það verður spennandi að sjá leikinn á morgun og það er alveg ljóst að Íslendingar verða að standa sig vel til að geta sigrað hið sterka lið Spánverja.



ÁFRAM ÍSLAND!!!
Zyklus