(Afsakið hvað ég sendi þetta seint en betra er seint en aldrei)Þetta var meiriháttar jafn leikur, dómarar strangir en samt sem áður nokkuð slakir, þjóðverjar ótrúlega sterkir og við ekki að sýna það besta. Leikurinn vara ekki jafn í fyrri hálfleik þó að við höfum nokkrum sinnum náð að jafna, Guðmundur sýndi sínar bestu hliðar og varði ekki meira né minna en 17 mörk (leiðréttið mig ef svo er ekki) Óli var líka að gera dásamlega hluti sendi flottar sendingar og gerði geggjuð mörg og skoraði 10 mörk og klúðraði aðeins 1. Aron skoraði flott mörk og var með 3 mörk, patti bjargaði oft stöðuni og skoraði 5 mörk, dagur og Guðjón voru slakir, enda helt ég að Guðjón hafi verið soldið meiddur, báðir klúðruðu Guðjón og Dagur 1 marki. Einar Örn fannst mér vera gera góða hluti skoraði 3 og klúðraði 1, Fúsi skoraði 2 flott mörk og tókst honum að klúðra ekki neinu. Heiðmar klúðraði 1 ein bætti þann missi og skoraði að mínu mati eitt af flottustu mörkum leiksins. Róbert var ólíkur sjálfum sér enda var passað vel uppá hann í vörninn hann klúðraði 1 marki (sem telst frekar ólíkt honum Róberti) en náði sam auðvitað að skora 1 mark. Siggi var með 3 mörk og 2 klúðruð, Rúnar stóð sig vel í vörninni en ekki eins vel í sókninni enda klúðraði hann 1 marki, Gústaf kom stutt inn og skoraði 1 mark.

Þrír úr þýska landsliðinu fengu gula spjaldið, 8 fengu 2 mínútur og 1 rautt spjald og sýnir þetta að dómararnir voru soldið slakir enda voru þeir á köflum að dæma fyrir nánast ekkert, þegar Rúnar fékk 2 brott
sitt ásamt einum þýskum leikmanni sá maður að það var aðeins sá þýski sem ýtti við Rúnari en Rúnar sýndi ekki hið sama til baka, gerðist þetta einnig með Fúsa og annan þýskan leikmann og þá var það bara Fúsi sem ýtti við þeim þýska en sá þýski gerði ekkert, dómararnir voru bara grimmir.

Í íslenska landsliðinu voru það Patti og Fúsi sem fengu gult spjald. Óli tók 3 víti en tókst aðeins að skora úr 2 þeirra, Patti tók 3. vítið. Patti fék 1 sinni dæmt á sig ruðning. Fúsi fékk 2 sinnum 2 min, Rúnar 3 sinnu =O( og fékk þarmeð rautt spjald , Óla tókst að láta reka sig útaf í 2 minútur 1 sinni og einnig tókst Gústafi það.

Við vorum ekki búin að vera góð í sókn og einnig þótti mért vörnin vera léleg í fyrri hálfleik en í lok fyrri hálfleik var staðan 20-16 , í seinni hálfleik höfðu strákarnir greinilega ákveðið að taka sig á og vörnin varð góð og þeir ekki farnir að klúðra eins mikið, þegar það voru 10 minutur eftir var ég meira að segja farin að hafa trú á því að við myndum vinna þá en á síðustu 5 mínutunum klúðruðum við þessu algjörlega og komust þjóðverjarnir fyrst yfir okkur og síðan fóru þeir að vaða yfir okkur, en samt sem áður fannst mér strákarnir alls ekki vera að gera sitt besta í sókn og það toppaði allt seinustu 5 mín. Enda tel ég að pressan hafi verið mikil en í rauninni er ekkert sem við getum útskýrt eða afsakað með leikinn, dómararnir voru slakir en það bitnaði bæði á þjóðverjum og okkur, það eina sem ég get bara sagt við vorum ekki að sýna eða gera okkar besta þetta var erfiður leikur og þýskaland er bara gott hanbolta lið. Leikurinn fór 34-29, eins og okkur langaði að vinna þá, enda leika flestir landsliðsmenn í þýskalandi og hefði ekki orðið flott ef þeir hefðu komið þangað og getað híað á þá. En þannig fór ekki og ég er ánægð með leikinn því hann var spennandi og hef ég varla séð þá betri, en tapið hefði getað orðið minna eða jafnvel enn stærra, því landsliðið er að gera góða hluti og liðið hefur ekki verið betra í mörg ár, vonum að strákarnir læri á þessu tapi og geri betur næst.
__________________________________