Vá nú þarf maður að ná andanum =o), eftir allt unnum við leikinn við Pólverja, þótt að ég hafi aldrei efast um það að við myndum vinna hann. Dómararnir virtust ekki þekkja orðið ruðningur og mér fannst þeir vera að dæma meira á okkur. Maður sá oft þegar þeir dæmdu ekkert á Pólverja þó að þeir hafi verið að hrinda okkur og toga í peysur, oft hefðu átt að vera víti, slakir dómarar fannst mér. Vörnin var gríðarlega sterk í fyrri hálfleik hjá Pólverjum og voru þeir oft með svolitla frekju í sókninni. En það þýðir víst ekki að fjargviðrast yfir dómurum þeir eru víst allavega.

Dagur fór í það stuð sem mamma vill alltaf fá hann í og sá ég að þetta stuð væri mikilvægt í svona leikjum Ég hafði aldrei séð hvað var svona stórkostlegt við Dag og trúði mönnum svona hæfilega þegar þeir voru að lýsa þrumuskotunum hans. En nú trúi ég. Dagur skoraði hvorki meira né minna en 9 mörk og klúðraði aðeins 2. Dagur kom með mikilvæg mörk á mikilvægum köflum og alltaf skoraði hann þegar maður hélt að vörnin hjá Pólverjum væri svo þétt að boltin kæmist ekki einu sinni í gegn. Ég var hrædd um að hann kæmist ekki í stuðið sitt í leiknum en skoraði hann held ég 2 langskot. Dagur skorar svona ,,allt í einu” mörk eins og ég kalla þau.

Þetta var ekki leikurinn hans Guðmundar en náði hann samt að verja 3 skot en mörg mörk fóru í gegn hjá honum enda vörnin léleg í fyrri hálfleik.

Rúnar gerði aðeins 1 mark enda varnarjaxl en ekki sóknarmaður.

Leikurinn var alls ekki hans Einars en hann skoraði aðeins eitt mark og klúðraði 5, samt af þessum 5 skotum voru þau 3 sem hann hefði alls ekki getað skorað úr og hefði ég talið hann guð í handbollta ef honum hefði tekist það, hann klúðraði því þegar höndin var komin upp eða að hann hafði alls ekki getað sent og varð því bara að láta vaða.

Ólafur, guðinn okkar í handbollta gerði eins og flestar skyttur, nýtti 50% af leik sínum, hann skoraði rétt eins og Dagur þegar það var svo mikilvægt að skora en hann skoraði 7 mörk 1 úr hraðahlaupi, en svo óheppilega vill til að hann klúðraði líka 7 þar að einu úr víti. Hann fiskaði eitt víti (flestir muna nú eftir því þegar hann fór í hornið og hefði mér þótt flott að sjá hann skora þaðan).

Guðjónn Valur var eins og hann Einar ekki að gera mjög góða hluti en skoraði hann samt meira einn sumir og voru það 3 mörk en klúðraði samt 3 mörkum og var hann þá að nýta leik sinn 50%.

Ég hef oft sagt það að þegar Aron kemst í gegnum vörn þá koma flott mörk í ljós og það sýndi hann þegar hann skoraði 2 rosalega flott mörk og var hann einn af þeim sem tókst það að klúðra ekki einu marki.

Róland gerði dásamlega hluti og varði 11 mörk og hann varði nokkur mörk sem maður hélt að ekki nokkur maður geti varið og tel ég að Roland eigi eftir að gera góða hluti í landsliðinu í framtíðinni.

Patti komst í stuðið sem hann er frægur fyrir í seinni hálfleik og skoraði 4 mörk í röð en hann skoraði samt 6 mörk og klúðraði aðeins einu, Patti skoraði seinasta mark Íslendinga í leiknum.

Siggi kom inn og spilaði í stuttann tíma vegna þess að hann slasaðist en skoraði hann samt eitt flott mark þegar hann náði að hrekkja soldið vörnina hjá Pólverjum.

Róbert snillingurinn sjálfur skoraði 3 mörk og klúðraði 1 en það var lítið að marka því að með þessu klúðri fiskaði hann 1 víti.

Fúsa tókst ekki að vera mikið í leiknum en því miður fékk hann 2 sinnum brottvísun og tel ég að Guðmundur hafi verið hræddur um hann fengi rauða spjaldið hann hafði verið lengur inná.

Vítinn voru 6 og 2 klúðruð. 1 gult spjald og fjórar brottvísanir þeir sem fengu brottvísanir voru Fúsi, Patti og Rúnar.

Þeir Óli, Fúsi og Guðjón fiskuðu víti.

1 gult og eitt rautt spjald fengu pólverjanir. Þeir fengu 6 brott vísanir og markmaððurinn skoraði 17 mörk.

Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður eiginlega lélegur og sáu allir að annað lið kom í leikinn seinni hálfleik, þeir fundu veikleika hjá pólverjum og þeir fóru ekki að klúðra sendingum eins mikið og Patti komst í stuð (sem getur skipt svo miklu) og við fórum náttlega að skora, Dagur var alltaf í essinu sínu og var sá eini sem hélt því allan leikinn.
Eins og flestir ef ekki allir vita fór leikurinn 33-29

Svo er það bara leikurinn á móti spáni á morgun og hlakkar mig mikið til en samt sem áður getur allt gerst, við getum tapað og við getum unnið, vonum náttúrulega að við vinnum en samt er spánn svo sterkt lið og er gott á öllum sviðum og við vonum að strákarnir fara ekki að klúðra sókinni eins mikið og þeir hafa verið að gera. Við getum unnið Spán ef við bara………………………………………

Áf ram Ísland
__________________________________