
Það kom kona frá ferðarskrifstofunni og var að kynna mótið fyrir okkur, hún sýndi okkur myndband af mótinu og sáum við á þessu myndbandi að þetta mót yrði haldið úti en úrslitaleikirnir inni. Þetta var samt geðveikt spennandi, á sama tíma þegar mótið verður haldið þá verða leiknir leikir í öðrum keppnum. Þetta mót er haldið í 33 skipti í ár og því hafa svíar mikla reynslu af þessu móti. Magnus Wislander, fyriliði Svía í handbolta og útnefndur besti handknattleiksmaður allra tíma, verður á Partille Cup með íslenskum krökkum og talsmaður íslendinga.
Í þessum 49,900 krónum er innifalið: flug,skattar,ferðir til og frá flugvelli, mótið 19 máltíðir, aðgangskort að Liseberg skemmtigarðinum í gautaborg,dagsferð í Skara Sommerland,ferðir og aðgangur, íslensk farastjórn!!