Margir af vinum mínum horfa og hafa mikinn áhuga á íslenskum handbolta og því miður skil ég alls ekki hversn vegna. Ég og fleiri vinkonur mínar ætluðum á skauta fyrir nokkru en ónefnd vinkona gat ekki komist því henni fannst svo svakalega merkilegt að glápa á þennan óþverra en henni finnnst mjög gaman á skautum. Sjálf skil ég ekki hvað er svona gaman við að glápa á sveitta karla hoppa um á brókinni. Sú fyrrnefnda vinkona mín sleppir aldrei að horfa á fótbolta né handbolta og ég held nú bara að það sé vegna hræðilegs umræðuskorts í skólanum við stráka. Ég get ekki sagt að þetta sé spennandi sjónvarpsefni því það eina sem þessir karlar gera er að hoppa um völlinn og kasta bolta á milli sín. Fyrrnefnd vinkona er ekki með Sýn en glápir alltaf á handbolta ruglaðan og allan í móðu.
Þetta er allavegana mitt álit á þessari íþrótt