Við getum þakkað guði fyrir að Portúgalar áttu sinn versta leik í háa herrans tíð. Hver feil sendinginn af annari í sóknarleik íslenska liðsins kom liðinu næstum því um koll, en Roland átti sennilega sinn besta landsleik fyrir Ísland og bjargaði því sem bjargað varð. 'Islendingarnir VERÐA að ná miklu mun betri leik gegn Þjóðverjum til að eiga möguleika gegn þeim, berja saman vörnina og ná taki á boltanum í sókninni ásamt meiri markvörslu.
Svo ekki sé talað um að þeir þurfi að einbeita sér að leiknum í stað þess að eyða kröftum í að mótmæla dómum, sem margir voru (skrítnir) þó er það mitt mat eftir að dómararnir hafi verið samkvæmir sjálfum sér og dómgæslan hafi á engan hátt bitnað á öðru hvoru liðinu.
Ánægjulegi púnkturinn í þessum leik er sá að við unnum og þar með er takmarki liðsins í þessum riðli náð (svo fremi að ekkert óvænt gerist i leiknum við Katar menn), auðvitað munu menn leggja sig alla framm í leiknum við Þjóðverja en það er raunhæft að ætla að þeir séu sterkari en við, en á góðum degi á Íslenska liðið að geta unnið það Þýska.
Betur má ef duga skal.
Mér hefur funndist vanta smá meiri baráttu og stemingu í liðið, ef það lagast fyrir leikin við þjóðverja þá getur allt gerst.
Annað sætið er öruggt í þessum riðli og er það gott. Það er stór spurning en hvort við verðum í 2 eða 1 sæti í riðlinum og þá hverjir verða okkar andstæðingar í framhaldi.
En vænta má viðunandi árangurs af liðinu eða einu af 6 efstu sætunum, vonandi má það verða.
Kveðja
Socata