Nú loksins fengu íslendingar verðuga andstæðinga og það var gaman að sjá baráttuna í mannskapnum þarna í lokin. Meirihlutann af leiknum dæmdu dómararnir á móti íslendingum en strákarnir létu það nú ekki slá sig útaf laginu.
Markvörður Portúgala var að verja nokkuð vel og náði tildæmis að verja nokkur dauðafæri frá Sigfúsi, Einari og Guðjóni.
En að öðru leiti þá held ég að strákarnir hafi staðið sig vel. Gaman að sjá hvað Einar var lipur því ég hafði fyrirfram áhyggjur af því að hann væri þreyttur eða ekki í formi til að spila erfiðann leik. Guðjón valur var að mínu mati besti maður íslendinga ásamt Sigfúsi. Einnig spilaði Patrekur vel og Rúnar í vörninni.
Ólafur og Patrekur þurftu að draga sig í hlé vegna tveggja brottvísana en það hefði verið skelfilegt að fá þá útaf með rautt spjald. Ólafur var tekinn úr umferð allan tíman en náði samt að koma boltanum nokkrum sinnum í markið. Einnig átti hann góðar sendingar á línu og í hornið til Einars.
Mikilvægasti maður síðustu 60 sekúndanna var án efa Sigfús því hann braut á Portúgala á mikilvægu augnabliki rétt eftir að hann hafði skorað mark af línunni. Gaman að sjá Bangsann í ham.
Ég er þokkalega ánægður með leikinn og sé eiginlega ekkert annað en 1 sætið úr þessum riðli. Við vinnum þjóðverja í svipað jöfnum leik.
Kveðja Gabbler.
ps… :( ég er dottinn útúr keppninni :/ ég spáði portúgölum sigri. (en vonaði að sjálfsögðu að íslendingar mundu vinna)
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”