Eftir æsispennandi leik sigruðu Íslendingar Porúgali naumlega 29-28. Ísland byrjaði gífurlega vel og komst í 6-2 kom síðan lægð og skoruðu hinir sterku Portúgalar 4 í röð og jöfnuðu. Síðan stuttu eftir tóku protúgal forustuna en Ísland náði þeim og komst einu yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur var upp og niður og allveg æsispennandi og leist manni ekki á blikuna þegar tæpar tíu mínútur voru eftir og Portúgal komst 2 yfir, en í bláendinn náðum við forustu og sigruðum glæsilegan sigur!
Þetta þýðir að við erum nánast örugg áfram! Næst eru það Katar sem við mætum og mun það líklega vera skítléttur lekur en síðan mætum við Þýska stálinu og verður það eflaust hörku leikur.
ÁFRAM ÍSLAND!