Rétt í þessu vann íslenska landsliðið í handbolta stórsigur á Áströlum. Ástralar skoruðu sitt fyrsta á fjórtándu mínútu! Ólafur Stefánsson skoraði okkar fyrsta mark úr víti á fyrstu mínútu. Íslenska landsliðið var komið í 10:0 á fjórtándu mínútu þegar Ástralar skoruðu sitt fyrsta mark. Sóknarleikur ástralska landsliðsins var svona allt í lagi en vörnin var skelfileg, þá helst vantaði að hornamennirnir héldu sig á sínum stað. Ástralar söfnuðust nefninlega oftast saman í miðju þegar þeir voru í vörn og hornin voru alltaf óvarin. Markahæstur Íslendinga var Guðjón Valur en hann skoraði 14 mörk. Staðan í hálfleik var 23:6 Íslendingum í vil. Þegar 8 mínútur voru til leiksloka og Guðjón Valur var að enda við að fagna 10. marki sínu fór rafmagnið af í höllinni í Viesu. Svona korteri síðar kom rafmagnið á og Íslendingar unnu leikinn 55:15. Hetja Íslendinga var Guðjón Valur með 14 mörk, svo kom Heiðmar með 10 mörk. Sigurður Bjarnason skoraði 50. mark Íslendinga. Markverðir Íslendinga stóðu sig báðir mjög vel, Gummi Hrafnkels í fyrri hálfleik varði mjög vel og Ástralir skoruðu bara 6 mörk meðan hann stóð í markinu. Roland Valur Eradze stóð í markinu allan seinni hálfelik og þá náðu Ástralir að koma boltanum níu sinnum í markið. Fyrr í dag unnu Þjóðverjar stóran sigur á Katar;40:17. 23 marka munur er bara mjög góður sigur en ekki nálægt því eins góður og 40 marka sigur Íslendinga á Áströlum. TIL HAMINGJU ÍSLAND!!!