Jæja nú er fyrsta leik Íslands á HM lokið, leikurinn var mjög skemmtilegur en reyndar átttu við Íslendingar meiri hlutann af mörkunum.
Íslendingar báru sigur af hólmi, þar sem leikurinn fór 13-53 fyrir íslendingum, þessi 40 marka munur telst frekar mikið en reyndar eigum við eftir að spila á móti Hvatar sem er sagt að séu lélegri en Ástralar. Já Við getum fagnað þessu og þetta mun lengi lifa í minnum manna. Jæja en reyndar þá spila Íslendingar á morgun gegn Grænlandi og það á vonandi eftir að vera meira spennandi leikur.
Í miðjum leik þá fór rafmagnið af og tók það þónokkra bið, og var þá á meðan bara sýndur gamall leikur. Rafmagnoð fór af þegar staðan var 11-43 Íslendingum í hag!!
Hvað finnst ykkur um þessa frammistöðu og hvað á að gera við svona lið eins og Ástrali??
Ég meina svona lið eiga ekki skilið að vera á HM!!