jæja núna er æfingamótið í Danmörku hafið og fyrsti leikur íslendinga var við Pólverja. Því miður fékk íslenska þjóðin ekki að sjá þennan leik en það var greint frá honum á mbl.is og það hef ég mínar upplýsingar.
Þessi leikur endaði með frekar öruggum sigri Íslendinga 29:22. Leikurinn var víst alltaf okkar meginn og það sem stóð uppúr var að Gummi varði heil 25 skot og þar af 19 í fyrri hálfleik sem er örrugglega einn besti árangur sem hann hefur náð á þessu ári :) og jafnvel ef lengra er litið.
Markahæstu menn voru Guðjón valur með 5 mörk og þar af 2 úr víti Sigurður Bjarnason skoraði 4 mörk en hann hefur verið að standa sig með príði í þessum 4 æfingaleikjum fyrir HM. Næstir voru Einar Örn og Patti sem voru einnig með 4, Ólafur og Fúsi með 3. Ég sé það á þessum tölum að mörkin eru farin að dreifast það eru ekki lengur bara Ólafur Patti og Dagur, sem hafa verið undirstaðan í þessu liði seinustu árin, sem eru að skora og það finnst mér vera virkilega gott.
í þessum leik komu 9 mörk úr hornunum og það er einnig gott að vita af því að þegar óli er tekinn úr umferð þá geta þeir treyst á að senda hann út í horn og hann endar svo í markinu. Ekki get ég annað sagt um vörnina nema það sem stendur á mbl.is og það er “Varnaleikurinn var með ágætum og allt annar bragur á vörninni en í leikjunum gegn Slóvenum.” sem eru auðvita góðar fréttir.
Næsti leikur á þessu móti verður á móti Dönum á morgun kl 15:15 á íslenskum tíma og svo á sunnudaginn á móti Egyptum. Þessar tvær þjóðir eru reyndar báðar ansi mikið sterkari en pólverjar svo ekki er hægt að segja mikið um framhaldið.
Danir eru farnir að spá sjálfum sér heimsmeistaratitlinum svo það verður erfit að leggja þá af velli og Egyptar eru með sterkt lið sem við höfum reyndar unnið áður en það er ansi langt síðan (hvort það var ekki bara í kumamoto, vona að ég sé að skrifa þetta rétt) en það segir kannski ekki mikið.
svo er það HM eftir 10 daga í Portúgal og þar eigum við leik strax á fyrsta degi við Ástralíu kl 16:30
21. janúar keppum við við Grænlendinga kl 16:30.
Fimmtudaginn 23. janúar leikur ísland við Portúgali kl 18:30.
og svo lokaleikurinn í fyrri riðlakeppnini er við þjóðverja kl 15:40 sunnudaginn 26. janúar.
núna kvet ég alla sem lesa þetta að horfa á leikina og hvetja okkar menn til dáða þótt þeir heiri það nú varla þá mæli ég með þvi að þið öskrið aðeins, hehe það hefur allataf hjálpað mér
takk fyrir mig
kveðja Gísli
P.S. afsakið en ég held að það séu nokkrar stafsetningar villur.