Þessi leikur við slóvena var nokkuð góður og margt bjart að sjá í spili liðsins.
En það sem en er hængur liðsins er markvarslan þrátt fyrir komu Rolands sem er ágættis markvörður það sem hann hafði framm yfir Guðmund var nú aðalega sendingarnar fram sem eru virkilega góðar hjá honum og góðar fyrir liðið. En markvarslan var nú ekkert til að tala um hjá honum. 7 skot varin í heilum hálfleik telst varla nema miðlungsvarsla. og 5 hjá Gumma þannig að það má sjá að varslan er en veiki púnkturinn og mun verða.
Hins vegar þá voru 10 leikmenn sem sáu um að skora mörkin það sýnir að breiddinn er í lagi og liðið virkar í sókn og vörninn sá svo um að vinna leikinn ásamt sóknar leiknum.
En þetta lofar góðu fyrir HM ef þeir spila með þessu hjarta og þessari baráttu þá er ekki hægt að biðja um meira og við förum eins langt og þessu liði er gerlegt.
Hvort sem Duranona fær að vera með eða ekki en mín skoðun er sú að hann myndi styrkja hópinn mikið.
Socata