Ég er í 4 flokki og minn flokkur fer til Svíþjóðar í sumar. Það kostar auðvitað mikið og við höfum farið í nokkrar fjáraflanir. Við höfum til dæmis farið að vörumerkja vörur (setja svona varúð miða á) og við fengum 500 krónur þar á tímann! Við höfum gert það tvisar sinnum.
Ég er mjög feigin að við þurftum ekki að selja klósettpappír eða rækjur eins og margir gera til að fjárafla. Við áttum reyndar að selja glasamottur með öllum jólasveinunum. En sölumennska mín var ekki mjög góð og ég þurfti að skila.
Við höfum líka unnið í veislu við að bera fram mat sem var mjög sniðugt.
Svo fyrir jólin þá fengum við fjáröflun við að standa niðrí bæ, sko í hafnarfirði og vísa bílum í stæði. Við fengum fyrir það einhvern 600 kall. Það var reyndar ekki mjög gaman það var svo rosalega kalt.
Vitiði um fleiri góðar fjáraflanir sem þið hafið farið í?