Markverðir:
Guðmundur Hrafnkelsson, Conversano.
Guðmundur skilar alltaf sínu en það er samt spurning um hvort hann hafi fengið að spila mikið undanfarið. Mjög jafn leikmaður og með gríðarlega reynslu sem landsliðsmarkvörður.
Elvar Guðmundsson, Ajax/Farum.
Ég held að þetta sé fyrsta reynsla Elvars með landsliðinu. En þessi 28 ára markvörður hefur sýnt ágæta takta á vellinum. Það verður gaman að sjá hvernig hann stendur sig. Veitir örugglega Birkir Ívari harða keppni um að vera þriðji markvörður með landsliðinu.
Roland Eradse, Val.
Þennan ágæta markvörð þarf varla að kynna. Algjör vítaskyttubani og ákaflega útsjónarsamur og snöggur. Ég tel þetta vera markmann númer 1 hjá landsliðinu. Hvalreki fyrir íslenska landsliðið.
Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum.
Birkir hafði spilað fyrir Stjörnuna lengi áður en hann var fenginn til Hauka. Hann veitir Elvari harða samkeppni um þriðja sætið sem markvörður. (ef Guðmundur ákveður að hafa þrjá).
Horna- og línumenn:
Guðjón Valur Sigurðsson, Essen.
KA maðurinn knái. Átti stórann þátt í velgengni KA síðustu ár en ákvað að fara til Essen í atvinnumennskuna. Hann hefur spilað ágætlega að ég held. Kostur við hann að hann getur spilað jafnt sem skytta og hornamaður vinstra megin.
Gústaf Bjarnason, Minden
Gústaf hefur alltaf skilað sínu. Og gerir það líka á HM.
Einar Örn Jónsson, Wallau-Massenheim
Lítill, léttur og snöggur hornamaður sem getur skorað úr ótrúlegum færum. Einnig mjög snöggur upp í hraðaupphlaup.
Sigfús Sigurðsson, Magdeburg
Fúsi…… íslenski björninn. Línumaður af guðs náð. Spilar mjög vel með landsliðinu. Það var mjög gaman að sjá hvernig Patrekur, Sigfús og Ólafur náðu að spila saman á EM.
Róbert Sighvatsson, Wetzlar
153 leikir fyrir landsliðið og spilar með félaga sínum Sigurði hjá Þýska liðinu Wetzlar. Einn af fastamönnum í landsliðinu og skilar alltaf sínu.
Róbert Gunnarsson ,Aarhus
Einn af framtíðarmönnum íslenska landsliðsins. Spilaði vel á EM og á eftir að skila sínu á HM. Spilaði upphaflega með Fram (að mig minnir) og leikur á línu.
Logi Geirsson, FH
Fyrsta skiptið sem þessi eldsnöggi horna/vængmaður spilar með landsliðinu. Miðað við hvernig strákurinn hefur spilað með FH undanfarið þá á hann eftir að gera góða hluti. Ég er búinn að sjá hann spila alla sína leiki í vetur og maður sér dagamun á honum. Þroskast hratt sem leikmaður.
Bjarki Sigurðsson, Val
Bjarki hefur spilað skyttuhlutverkið hægra megin hjá Val í vetur og staðið sig mjög vel. Þessi eldsnöggi bróðir Dags Sigurðssonar á vel heima með landsliðinu.
Alexander Arnarson, HK
Varnarjaxl frá HK…. Er í harðri baráttu við Jón Bersa um fjölda gulra og rauðra spjalda. Hann er búinn að skora 48 mörk í vetur og hefur spilað vel með HK. Sterkur hlekkur í sókn og vörn HK.
Bjarni Fritzson, ÍR.
21 árs gamall hægri hornamaður hjá ÍR. Búinn að skora 39 mörk á íslandsmótinu.
Útileikmenn:
Gunnar Berg Viktorsson, PSG.
Gunnar náði sér ekki almennilega á strik á EM í Svíþjóð. Að mínu mati ekki nógu lipur leikmaður til að eiga heima í landsliðinu.
Rúnar Sigtryggsson, Ciudad Real.
Rúnar spilar með hinu spænska liði Ciudad Real. Þeir voru einmitt dregnir á móti grönnum sínum í Ademar Leon sem sló út Hauka nú um daginn. Rúnar er varnarjaxl af guðs náð og spilaði mjög vel á EM. Sérstaklega í vörninni.
Heiðmar Felixsson, Bidasoa.
Hár og knár hægri horna/vængmaður. Spilaði með KA þar til hann fór að spila með Bidasoa.
Snorri Steinn Guðjónsson, Val
Lærisveinn Geirs Sveinssonar hjá Val. Hefur spilað sem leikstjórnandi hjá Völsurum og á stórann þátt í velgengni þeirra þessa dagana.
Aron Kristjánsson, Haukum.
Aron þarf varla að kynna fyrir fólki. Leikstjórnandi hjá Haukum og hefur oft spilað vel fyrir landsliðið. Átti nokkra góða spretti á EM.
Sigurður Bjarnason, Wetzlar.
Sigurður á 125 leiki með landsliðinu og alltaf skilað sínu. 192cm og spilar sem skytta.
Patrekur Jóhannesson, Essen.
Patrekur er stórskytta og oftar en ekki sér maður skelfingarsvip á markmönnum þegar skotin ríða af. Án efa besti vinstri vængmaður sem íslendingar eiga.
Ólafur Stefánsson, Magdeburg.
Örvhent skytta sem þarf varla að kynna. Það er nánast hægt að bóka mark ef þessi maður fær boltann í hendurnar. Sá maður sem andstæðingar landsliðsins eiga eftir að óttast mest. Besti handknattleiksmaður heims… punktur og pasta.
Dagur Sigurðsson, Wakunaga.
Maður með mikla reynslu sem handknattleiksmaður. Spilar nú í Asíu og á vonandi eftir að láta ljós sitt skína.
Markús Máni Mikaelsson, Val.
189 cm há rétthent skytta frá Val. Á að baki nokkra landsleiki og er mjög líklega framtíðar skytta landsliðsins.
Einar Hólmgeirsson, ÍR.
19 ára stórskytta hjá ÍR. Gaman að sjá hvernig þessum “ungling” gengur með liðinu. Hann er búinn að skora flest mörk fyrir ÍR og á án efa stórann þátt í því að þeir eru í þriðja sæti í deildinni.
Jónatan Magnússon, KA.
Leikstjórnandi íslandsmeistara KA. Verður gaman að sjá hvort hann komist í hóp HM liðsins.
Þeir sem ég hefði viljað sjá þarna en eru ekki.
Björgvin Þór Rúnarsson. Besti hægri hornamaður Íslands þó víða væri leitað!!!
Hreiðar Levy Guðmundsson. Markmaður sem á skilið að sýna hvað í sér býr. (í skiptum fyrir birkir?).
Halldór Ásgrímur Ingólfsson. Er að gera góða hluti með Haukum.
Vilhjálmur Ingi Halldórsson. Meiddur!!!!… en ég vil sjá hvað hann getur með stóru körlunum 
Jaliesky Garcia Padron. Hmm… útlendingur….ææ. Besti handboltamaður á íslandi. Skorar að vild.
Hannes Jón Jónsson. Afhverju ekki? Búinn að skora 136 mörk.
Andrius Stelmokas. Æ… ekki íslendingur. En snillingur á línu. Það þarf 2-3 varnarmenn á þennan jaxl.
Kristján Arason. Bara svona uppá grín. Það væri gaman að sjá hvað karlinn getur í dag.
Kveðja Gabbler.
(ps. Það gætu verið fullt fullt af villum þarna. Sérstaklega með aldur leikmanna. En ég fór eftir heimasíðum félaganna….)
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”