Haukar duttu út gegn Ademar Leon!!!
Í gær fór fram síðari leikur Hauka og spænska liðsins Ademar Leon á Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikurinn hófst klukkan 16:30 og byrjaði vel hjá þeim íslensku!!! Haukar komust í 2-1 og svo í 3-2 en eftir það komust Spánverjarnir yfir og voru yfir lengst af. Eftir 26 mínútna leik ætlaði allt um koll að keyra en þá gaf Aron Kristjánsson spænska leikmanninum Manuel Colón olnboga skot og skarst Spánverjinn á nefni. Mikið blóð og mikil læti!! Svo lítil seinkunn varð vegna þessa atviks á leiknum þar sem þurka þurfti allt blóðið upp og allar hrákurnar eftir Spánverjana. Leikurinn hófst svo að nýju eftir að dómararnir höfðu dæmt brotið eftir myndbandi sem þeir sáu á stórum skjá á Ásvöllum. Þetta atvik ætti að vera gott dæmi um það hvernig handbolti yrði ef dæmt yrði eftir myndavélum. Þarna sáu dómararnir ekki neitt en gátu samt gefið rautt spjald fyrir það sem þeir voru alveg vissir um!!! Mín skoðum hefur lengi verið að ekki eigi að dæma handbolta eftir myndavélum heldur eiga dómarar að dæma eftir samvisku sinni og dæma það sem þeir sjá. Og eftir þetta atvik er ég ennþá meira á móti myndavéladómgæslu!!! Leikurinn fór svo að stað að nýju og varð mun rólegri eftir þetta. Að vísu lömdu Spánverjarnir Haukana ennþá og sýndu mjög grófan leik en svona er þetta. Í hálfleik var staðan 11-15 Ademar Leon í vil. Í síðari hálfleik byrjuðu Haukarnir mjög vel og komust yfir fljótlega eftir hlé í 18-17. Þeir komust svo í 19-17 en þá hrukku báðir markverðir í gang og vörðu hreinlega allt. Ademar komst aftur yfir í stöðuna 19-20 og endaði leikurinn svo á því að leikmenn Ademar fóru með sigur af hólmi í þessum bráðfjöruga og illa dæmda leik. Athygli margra vakti þó í fyrri hálfleik þegar þjálfari Ademar rauk inná völlinn til þess að mótmæla að leikurinn héldi áfram þegar Spánverji lá á vellinum eftir hið fræga olnbogaskot Arons. Þjálfarinn var kominn út á miðju þegar hinir arfaslöku dómarar leiksins stöðvuðu leikinn og það eina sem hann fékk fyrir þessa óíþróttamannslegu hegðun var gult spjald. Hann var síðan að margra mati inná vellinum allan leikinn og nöldraði endalaust en fékk ekki meira en gult spjald!!! Margir eru þeirrar skoðunar í þessum leik hafi fólk fengið að sjá einhverja þá verstu dómara sem dæmt hafa í þessari evrópukeppni!!!