Víkingur-ÍR
Síðastliðinn sunnudag fór fram leikur Víkinga og ÍR-inga. Víkingar sem eru í næstneðsta sæti og ÍR-ingar sem eru í því næstefsta. Víkingar héldu vel í við ÍR-inga í fyrri hálfleik. Víkingar voru greinilega komnir með allt annað hugarfar heldur en ÍR-ingar sem virtust hálfsofandi inná vellinum og virtust ekkert vera að hugsa um leikinn, nema þá helst Hreiðar Guðmundson markmaður þeirra. Þegar flautað var til leikhlés var staðan 13-12 fyrir gestunum úr breiðhollti. Eftir hlé var alveg það sama uppi á teningnum ÍR-ingar voru ennþá sofandi og Víkingar greinilega tilbúnir í verkefnið. Þetta var algjörlega gæðalaus handbolti sem ÍR liðið var að sýna, ekkert samspil milli manna og menn voru að skjóta allt, allt og snemma úr vonlausum færum sem var auðvelt fyrir markmanninn að taka. Þegar flautað var til leiksloka var staðan 24-25 fyrir slökum ÍR-ingum og geta þeir þakkað Hreiðari markmanni sínum fyrir það að hafa náð báðum stigunum. Nú veltir maður því sér fyrir sér annars vegar hvort þeir eigi ekki skilið að vera í 2.sæti (sem sýndi sig nú á móti Val í sjónvarpsleiknum) og hins vegar hvort Einar Hólmgeirsson sé bara “eini” maðurinn í liðinu?