FH 24-24 Valur

Jæja. Nú er maður nýkominn heim af hörkuspennandi handboltaleik.

Eftir að Valsarar voru búnir að valta yfir FHinga í 45 mínútur spýttu FHingar í lófana og náðu að vinna upp nokkurra marka mun.

Það sem breytti gang leiksins sýndist mér vera að Einar Gunnar skipti út Sigurgeiri Árna, sem hafði ekkert í sterka vörn Valsara, og setti inn Guðmund Pedersen. Logi var settur sem vinstri skytta og Gummi í hornið. Við þetta léttist sóknarleikur FHinga og sterk 3:2:1 vörn Valsara opnaðist smáveigs.

Þetta dugði til þess að FHingar unnu upp markamuninn og enduðu jafnir Völsurum. Bæði lið áttu góðann möguleika á að fara heim með 2 stig en síðustu tvær mínútur urðu hálfgert hnoð. FHingar fengu dæmt á sig ruðning fyrir klaufaskap þegar 20sek voru eftir en það dugði Valsmönnum ekki til að skora.

Hinn feikilega sterki Valsmaður Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 10 mörk og Bjarki Sigurðsson 6. Roland Eradze varði 21 skot í leiknum og er án vafa einn besti markvörður á íslandi í dag. FHingarnir Björgvin Rúnarsson og Logi Geirsson skoruðu voru markahæstir hjá FH með 7 og 5 mörk.

Leikurinn lofar góðu fyrir bæði lið tel ég því mikil barátta var á tímabili í leiknum. FHingar virðast þurfa að slípa vörnina til hjá sér og þá sérstaklega samhæfingu markvarðar og varnar.

Fáir gallar eru á leik Valsara og án efa eru þeir með eitt besta liðið í dag (sem staðan í deildinni reyndar sýnir).

Kveðja Gabbler.
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”