Varnaraðferðir Hér ætla ég að fara yfir nokkrar tegundir af aðferðum sem hægt er að nota við vörn í handbolta.

5:1
Fimm leikmenn leika við línu en einn er fyrir framan. Þessi fyrir framan reynir að trufla klippingar andstæðinga og verja miðjusvæðið fyrir langskotum. Oft eru “framherjar” notaðir til að taka besta sóknarmann andstæðinga úr umferð eða hindra hann í að komast í skotstöðu (brjóta á honum áður). Hornamenn og bakverðir verða að vinna vel saman því það er hætta á að glufur myndist. Er reynt að hafa vörnina vel hreyfanlega og hún þjöppuð þar sem boltinn er hverju sinni.

6:0
Allir leikmenn leika við línu. Hæstu leikmennirnir eru á miðju þar sem mesta hættan er en stuttir og snöggir menn eru við horn eða í bakvarðarstöðu. Oft þurfa varnarmenn að loka ákveðnum svæðum í markinu til að minka svæðið sem markmaður þarf að gæta. Samvinna markmanns og varnarmanna er mjög mikilvæg í þessari vörn.

3:2:1
Þrír varnarmenn eru við línu (einn á miðju og tveir við sitt hvort horn), tveir á milli línumanna og hornamanna og svo einn fyrir framan miðju við aukakastlínu. Öftustu varnarmennirnir reyna að loka á línumann og hornamenn á meðan þeir fyrir framan loka á skyttur og útileikmenn. Hætta er á að vörnin galopnast ef ekki er gætt að sóknarmenn leysi inniá línu. Júgóslavar voru frægir fyrir þessa vörn.

4:2
Þessi varnaraðferð virkar þannig að fjórir menn eru við línu en tveir fyrir framan miðju við aukakastlínu. Mikið mæðir á hornamönnum varnarinnar en þessi varnaraðferð virkar best ef lið er með sterkar skyttur og ekki svo góða hornamenn.

3:3
Þessi varnaraðferð er svipuð og 3:2:1 nema að þrír leikmenn eru við línu og aðrir þrír við aukakastlínu. Þessi aðferð virkar best á mjög sterkar skyttur en afturámóti slappir línumenn. Miðframherji verður oft að bakka á línu ef hornamaður eða skytta leysir inná línu til að styrkja vörnina þar.

Maður á mann
Þegar stutt er eftir af tíma og liðið er einu eða tveimur mörkum undir er oft notuð þessi aðferð. Hver maður passar sitt svæði og reynir að trufla sókn andstæðinga þannig að þeir nái af þeim boltanum eða fái dæmt á þá brot. Hættulegt getur samt verið að nota þessa vörn því ef einhver missir mann of langt í burtu þá opnast oft allt uppá gátt.

Ýmsar aðrar aðferðir eru sjálfsagt til. Þetta er það sem mér datt til hugar eftir mikla íhugun. Endilega ef það eru til fleiri sniðugar þá skellið þeim hér með.

Kveðja Gabbler.

p.s. mín uppáhalds vörn er 5:1
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”