Leiddist svo mikið að mér datt til hugar að smella þessu saman. Fann smá heimildir um þetta á bandarískri handboltasíðu. (eins asnalegt eins og það hljómar)
Saga
Handbolti kom upphaflega frá evrópu í lok nítjándu aldar. Í dag er handbolti þekktur í yfir 140 löndum og fer sífelt vaxandi. Handbolti var fyrst spilaður á Ólympíuleikunum árið 1936 í Berlín sem útileikur og með 11 spilurum hjá hvoru liði. Næst var spilaður handbolti á Ólympíuleikunum árið 1972 og þá í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. 7 spilarar í hvoru liði. Kvennahandbolti kom á Ólympíuleikana árið 1976.
Leikurinn
Í handbolta eru sameinaðir kostir fótbolta og körfubolta. Sex leikmenn spila á svæði sem er stærra en körfuboltavöllur og skora í mark sem er minna en fótboltamark. Allir leikmenn mega koma við boltann með höndum en markmaður er sá eini sem má koma við boltann með fótum. Sex útilileikamenn reyna að koma boltanum framhjá 6 varnarmönnum og 1 markmanni andstæðinga. Þegar liði hefur tekist að “skora” þá fær það eitt stig. Meðalskorun í handbolta er frá 20-30 stig á hvort lið.
Tími
Leikurinn er spilaður í 60 mínútur. 30 mínútur hver hálfleikur með einu einnar mínútu leikhléi fyrir hvort lið. Uppkast er um það hvort liðið byrjar með boltann og fær liðið sem byrjar ekki að ráða hvoru megin á vellinum það byrjar.
Völlurinn
Völlurinn er 20x40 metrar og er skipt með línu í miðju. Ein samfeld lína liggur frá horni hvoru megin og í hitt nær hornið 6 metra frá marki, og er sú lína bannsvæði fyrir útileikmenn (sem halda á bolta allavega). Leikmenn mega stökkva inná svæðið svo framarlega sem þeir losa sig við boltann áður en þeir lenda. Fyrir utan þessa línu er punktalínan svokallaða. En hún er 9 metra frá marki. Þessi lína er notuð til að afmarka hvar leikmenn eiga að standa þegar aukaköst eru tekin. 2 línur eru eftir og eru það vítalínan 7 metra frá marki og markmannslínan. Þegar leikmaður tekur víti verður hann að standa fyrir aftan 7 metra línuna og markmaður má ekki standa framar en markmannslínan.
Leikmenn mega
Dripla boltanum ótakmarkaðan tíma.
Hlaupa með boltann og taka þrjú skref á milli þess sem þeir gefa eða dripla.
Halda á boltanum án þess að hreifa sig í þrjár sekúndur.
Leikmenn mega ekki
Hrinda, ýta, toga í eða á annan hátt stofna andstæðingi í hættu.
Toga, kíla eða lemja bolta úr höndum andstæðings.
Snerta bolta með fótum fyrir neðan hné.
Snerta gólfið fyrir innan 6metra línu með boltann í höndunum
Aukaköst
Aukaköst eru gefin fyrir vægt brot þar sem leikmaður virtist ekki vera í góðri stöðu til að skora. Aukaköstin eru tekin á þeim stað sem þau voru brotin nema þau gerist innan 9 metra línu. Þá eru þau færð út að næsta stað við línuna. Allir leikmenn andstæðinga verða að vera allavega 3 metra frá boltanum þegar kastið er tekið.
Víti
Víti er gefið þegar að varnarmaður brýtur augljóslega á sóknarmanni til að skemma gott skotfæri eða marktækifæri. Allir leikmenn þurfa að vera utan 9 metra línuna þegar vítið er tekið. Leikmaður hefur 3 sekúndur til að skjóta eftir að dómari flautar.
Refsingar
Gult spjald (aðvörun). Dómarinn gefur gult spjald þegar leikmaður hefur brotið af sér en ekki nóg til að fá harðari refsingu. Leikmaður getur einungis fengið 1 gult spjald og lið einungis 3 gul spjöld. Eftir það gilda harðari refsingar einungis.
2 mínútur. Dómari rekur leikmann útaf í 2 mínútur ef hann hefur augljóslega brotið vísvitandi á andstæðingi og eftir endurtekin brot á reglum eða óíþróttamannlega hegðun.
Rautt spjald. Dómari gefur rautt spjald eftir þrjár 2 mínútna brottvísanir eða eftir hættulegt brot á andstæðingi. Leikmaður verður að yfirgefa bekkinn. Liðið getur sett nýjan leikmann inná eftir að 2 mínútur líða.
Útilokun frá leik (krossinn). Dómari gefur leikmanni útilokun frá leik fyrir að brjóta gróft á andstæðingi eftir að klukkan hafi verið stoppuð. Liðið verður að spila einum færri það sem eftir lifir leiks.
Dómarar geta gefið leikmanni auka 2 mínútur (samtals 4) ef hann hlýðir ekki bendingu dómara um að fara útaf.
Jæja… þetta eru flestar reglurnar….Vonandi nýtist þetta ykkur eithvað.
Kveðja Gabbler.
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”