Íslenska karlalandsliðið í handknattleik lenti í dag í áttunda og jafnframt síðasta sæti Heimsbikarmótsins í Svíþjóð. Þeir töpuðu í dag fyrir Egyptum 32-27 í leik um 7. og 8. sæti mótsins. Gústaf Bjarnason varð atkvæðamestur í liði Hauka með 9 mörk. Mikið er talað um það að þetta hafi alls ekki verið góður árangur en ef maður lítur á þátttakendurna á mótinu sér maður að þarna er alls ekki léttir mótherjar. Þarna voru ásamt Íslendingur, Svíar, Danir, Frakkar, Egyptar, Þjóðverjar, Júgóslavar og Rússar. Þetta eru átta bestu lið heims og við Íslendingar er greinilega áttunda besta lið heims í handknattleik. Mér finnst fólk alltof ákaft í því að gagnrýna liðið vegna framistöðu þess á mótinu en þegar í heildina er litið þá er áttunda sætið mjög góður árangur!!! Það er frábær árangur að ná inná þetta mót og við Íslendingar ættum að vera mjög stoltir af liðinu okkar á mótinu!!! Ég vona að fólk fari að líta á jákvæðu nóturnar á leik liðsins á mótinu og segja bara “ÁFRAM ÍSLAND!!!” Við skulum bara vona að það gangi betur næst og vera jákvæð í garð landsliðs okkar!! Ef fólk vill að liðið verði eins og landsliðið í knattspyrnu, fúlir vegna neikvæðrar gagnrýni og nenna ekki að spila almennilega, þá skal fólk fara að líta aðeins eins og áður sagði á jákvæðu hliðarnar!!!!
“ÁFRAM ÍSLAND!!!!!”