Erlendir leikmenn!!!
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvers vegna handknattleiksdeild ÍBV fái fjölmarga útlendinga til liðs við sig á hverju ári og þá aðallega í kvennaliðið. T.d. las ég frétt í Morgunblaðinu um daginn og þá var listi yfir þá útlendinga sem leikið hafa með kvennaliði ÍBV síðustu ár. Frá því að Judit Eztergal yfirgaf Vestmannaeyjar(1994) hafa þeir fengið 23(hvorki meira né minna) kvennkyns útlendinga til liðs við sig, sem er að meðaltali 2,8 á ári. En síðast liðin þrjú ár, frá 1999, hafa þær fengið FJÓRA útlendinga á hverju keppnistímabili. Það gera 12 stelpur og þá eru eftir 11 sem deilast á 5 ár, og eru það 2,75 leikmaður á ári að meðaltali!!! Síðan það sem mér persónulega finnst skrýtnast er það að handknattleiksdeild ÍBV fór fram á það að ferðasjóður liða verði aukinn því lengra sem liðið er frá Reykjavík!!! En þá spyr ég mig bara “Til hvers eru þeir að fá alla þessa útlendinga ef þeir eiga ekki pening fyrir þessum ferðalögum?????” Því vil ég heyra ykkar álit á þessu máli og vita hvort ég sé bara svona vitlaus eða hvort þetta sé bara í einhverju rugli hjá Íþróttabandalagi Vestmannaeyja!!!! Vonast eftir sem flestum svörum!!!