Viggó stólakastari var eins og flestir vita gefið rautt spjald í leik Þórs og Hauka sem fór fram seinast sunnudag.
þá var honum vikið af velli fyrir að kasta stól í vegginn, allt i lagi með það enda óíþróttaleg framkoma. En Þórsarar höfðu spilað með 8 leikmenn inn á vellinum sem er alveg harðbannað og ritari og maðurinn a klukkunni EIGA AÐ STOPPA LEIKINN er dómarar gera það ekki. Þeir gerðu það ekki fyrr en þeir sáu myndatökumenn sjónvarpsins og aðra fréttamenn klóra sér hausnum og Viggó farinn að gefa þeim tiltal.
Mennirnir á ritaraborðinu flauta og dómarar leiksins koma að borðinu þar sem þjálfarar beggja liða rökræða við ritarann og dómarana og endar með því að Birkir Ívar hrækir á borðið og honum auðvitað vísað af leikvelli með rautt spjald.
Síðan flauta dómarar leiksins leikinn á án þess að reka 1 Þórsara útaf, og Viggó trompast og stólar fljúga og honum gefið rautt spjald þá fyrst gefa þeir bekknum hjá Þór tveggja mínútna brottvísun.
Mér finnst þetta fáránlegt að dómarar geti ráðið úrslitum leiksins með svona afdrifaríkum ákvörðunum.