I like to kill and dance ballet.
Góður sigur Þór á Haukum
Eftir að hafa unnið Íslandsmeirstara KA á föstudagskvöldið komu í heimsókn bikarmeistarar Hauka og unnu Þórsarar þá og urðu lokatölur 25-24. Eftir að Þórsarar byrjuðu betur og komust í 3-1. Eftir það náðu Haukar undirtökin í leiknum og jöfnuðu leikin fljótlega og komust yfir og náðu þriggja marka forystu. En eftir að Haukar tóku leikhlé þegar fimm mín voru eftir af fyrri hálfleik komu Þórsarar sterkir inn í leikinn og náðu að minka forystuna niður í eitt mark fyrir hálfleik og var staðan 12-13 fyrir Hauka. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum, þau skiptust á að hafa forystuna. Eftir að Páll Viðar kom okkar mönnum yfir 25-23 átti markt eftir að gerast. Þegar Jón Karl Björnsson hornamaður var á leið inn úr horninu gall við flaut frá ritaraborðinu en Jón Karl skoraði. Viggó Sigurðsson var alveg brjálaður við ritaraborðið, lamdi í það og öskraði að þeim. Birkir Ívar markvörður kom æðandi að og endaði á því að hrækja á borðið. Eftir að dómarar leiksins voru búnir að ráðfæra sig við tímaverðina var markið hjá Jóni Karli látið standa. Um leið og leikurinn átti að hefjast tók Viggó upp stól og henti honum í vegg og fékk að launum eitt stykki rautt spjald. Þar með þurfti einn Haukamaður að fara útaf. Þá loks var hægt að byrja leikinn aftur. Þórsarar fóru í sókn sem endaði með því að þeir misstu boltan. Haukar ruku upp í sókn í þeirri von að jafna leikinn, en þar var Þorvaldur Sigurðsson sem stoppaði þá fyrst og fékk fyrir það tveggja mín brottvísun. Haukarnir tóku sig til og stilltu sig upp fyrir skot. Hörður Flóki varði skot þeirra og þar með var sigur Þórsara tryggður og fögnuðu þeir vel og innilega í lokin.