Spámaðurinn er nýr liðu hér á /handbolti. hann fer þannig fram að fyrir hverja umferð verður búinn til korkur sem heitir þá bara "spámaður X.umferðar". Þar verða settir inn leikir umferðarinnar og þeir sem vilja vera með geta þá sett sínar spár í svör fyrir neðan. Reglurnar eru fengnar að láni af KA síðunni.
1. Fyrir að rétt lið vinni fær spámaðurinn 2 stig. Einnig fær spámaðurinn 2 stig ef hann spáir jafntefli í leik sem endaði jafn.
2. Fyrir réttan markafjölda hjá öðru liðinu fær spámaðurinn 1 stig.
3. Ef spámaðurinn hefur svo réttan markafjölda hjá báðum liðunum fær hann 3 stig. Þ.e. 2 stig fyrir réttan markafjölda liðunum og 1 aukastig fyrir 100% spá!
4. Þó er undantekning á þessari markafjölda stigareglu. Þ.e. ef spámaðurinn spáir til að mynda 21-20 fyrir heimaliðinu en útiliðið vinnur 19-20. Þá finnst okkur við nefnilega ekki geta gefið spámanninum stig þar sem liðið sem hann spáði sigri náði ekki stigi úr leiknum.
5. Þá fær spámaðurinn 1 stig ef hann spáir réttum markamun. Þ.e. ef hann spáir 24-20 og leikurinn endar 26-22. Þá er fjögurra marka munur eins og hann spáði. Réttur markamunur á að sjálfsögðu aðeins við ef liðið sem okkar maður spáir sigri vinnur leikinn.
6. Hægt er því að fá mest 5 stig fyrir leik. Þ.e. 2 stig fyrir réttan sigurvegara (eða rétt jafntefli) og svo 3 fyrir að hafa réttan markafjölda hjá báðum liðum.