Sæll og takk fyrir hrósið. Ég er Rökkvi Vésteinsson og rakst á þessa grein núna rétt áðan. Það hafa verið fréttir af þessu. Það voru greinar um það að ég hafi unnið forkeppnina bæði í Mogganum, Fréttablaðinu og Séð og Heyrt og ég fór í viðtal á Bylgjunni líka.
Það sem þú vilt kannski vita er hvað gerðist í framhaldinu. Jú ég fór út aftur til Kanada til að taka þátt í úrslitum Ottawa.
Ég fékk með mér myndatökumann og við tókum upp fjölda uppistanda, með mér og öðrum grínistum og viðtöl við þá. Við tókum líka upp mig og aðra leikara í spunaleik og síðast en ekki síst allskonar grín úti á götu, þar sem ég ruglaði í fólki - ekki ósvipað og Sacha Baron Cohen / Borat gerir. Við fórum líka til Englands og Írlands og tókum upp svipað efni þar.
Við tókum auðvitað upp alla Ottawa keppnina eins og hún lagði sig, en af því að við ætlum að gera annaðhvort þætti eða heimildarmynd úr efninu, vil ég ekkert segja um úrslit keppninnar, til að fólk viti ekkert fyrirfram.
Núna erum við félagarnir að vinna úr efninu.
Eftir að ég kom heim aftur hef ég aðallega verið að koma fram í Menntaskólum með uppistand, en það má hringja í mig og panta mig fyrir uppistand í síma 895 0024
-Rökkvi