Eins og einhver sagði hér fyrir ofan þá skaut maðurinn í uppblásið dekk með venjulegum .308 kalibera riffli og ekki með sprengikúlu. Þetta er eins og að skjóta í gosdós sem búið er að hrista, með .22 kalibera riffli, sem er btw lítið og aumt skot. Dósin splúndrast skal ég segja ykkur.
Fyrrverandi kennarinn minn sagði mér að hann hafi átt gamlan 8mm Mauser og að hann hafi skotið í 4 gallona járnkút sem var fullur af vatni og stóð á trébretti. Þegar hann skaut beint framan á hann neðarlega, þá rifnaði kúturinn upp, þeyttist einn meter upp í loftið og sprakk. Þar að auki mölvaðist trébrettið sem hann var á.
En Carrera, hvernig færðu eiginlega hlaupvíddina .228 út? Ég held að þú verðir að kynna þér byssur og skot betur áður en þú ferð í USMC.