Andskotinn, ég hefði átt að lesa korkana fyrst :D
Greinilega mikið um mythbusters aðdáendur hér :D
En rétt er það, sígarettur kveikja ekki í bensíni…
Prufuðum það á sínum tíma og létum hana detta í glas af bensíni… Héldum sígarettunni yfir bensíngufunum sem er það sem kviknar í, ekki bensínvökvinn sjálfur. Prufuðum að hella smá bensíni á götuna og settum sígarettu yfir blettinn og ekkert gerðist.
Safnast hvað eigum við að segja, kol eða álíka í kringum glóðina sem einangrar hitann.
Hins vegar datt mér í hug að það gæti hins vegar kviknað í bensíninu ef tekinn væri smókur af sígarettunni en hef ekki komist að prufa það :D af ákveðnum ástæðum að ég vil ekki vera með andlitið nálægt ef í bensíninu kviknar.
Þegar tekinn er smókur þá hitnar glóðin verulega og einangrunin er ekki eins mikil, en hins vegar held ég að helsta ástæðan fyrir því að það sé bannað að reykja á bensínstöð er aðallega þegar fólk er að kveikja sér í sígarettu með kveikjara eða eldspýtu og þar af leiðandi opinn eldur og þar af leiðandi BOOM :P eða kviknarí réttara sagt.
En ég held það sé bara best að sleppa því alveg að reyna þetta.

ViceRoy