Sælt veri fólkið
Ég vil benda á að í þessari fyndnu klippu er viðkomandi manneskja ekki að reykja heldur er hún að gera það algengasta sem gerist þegar kvinkar í á bensíndælu…
Hún sest inní bílinn meðan hún dælir og stendur upp úr bílnum fullhlaðin stöðurafmagni og snertir ekki bílinn á leiðinni að bensíndælunni, þar af leiðandi afhleður hún ekki stöðurafmagnið úr sér.
Svo þegar hún tekur utan um bensíndæluna þá leiðir hún rafmagn yfir í bensíndæluna eða bílinn sem veldur því að það kvikni í bensíngufunum sem úr dælunni og bensínrörinu koma og þar er það upp talið.
Ekki setjast inní bíl meðan þið dælið :D eða að minnsta kosti komið við bílinn svolitilu frá bensíndælunni áður en þið takið um bensíndæluna.
Þetta er ástæðan fyrir því að svo margir haldi að sígarettur og gemsar kveiki í bensíni, þegar uppgötvað var að fólk settist aðallega inní bílinn með sígarettuna eða gemsann og þetta gerðist.
ViceRoy