Ég verð að játa að eftir að hafa kveikt á leiknum og farið í fyrsta borðið, þá slökkti ég frekar hratt á honum.
Af hverju? Það var nákvæmlega engin kynning.
Saknar enginn annar daganna þar sem þú þurftir ekki alltaf að læra allt sjálfur? Leikir sem kenndu þér allavega aðeins á það hvernig leikurinn virkaði. Demó ætti allavega að gera þetta betur en leikurinn sjálfur.
Þú gætir kannski sagt við mig: “lærðu þetta bara og hættu að væla”, ég hinsvegar hef haft þá reynslu af leikjum að ef hlutir eins og þessir eru ekki í toppstandi, þá er restin af leiknum ennþá verri.
Synd og skömm, því leikurinn hljómaði frumlega.