Philip K. Dick skrifaði bókina “A Scanner darkly” árið 1977, þannig að ég er nokkuð viss um að þetta sé ekki stolið/lánað frá Adaptation. Þetta er eitt hans helsta verk og alveg þess virði að lesa áður en þú ferð á myndina í bíó.
Samt virðist þetta vera orðinn frekar vinsæll söguþráður í bíómyndum núna.
Geðklofi og tvískiptur persónuleiki er ekki það sama. Geðklofi er það sem kallast schizophrenia og er það sem fólk hugsar almennt þegar talað er um geðveiki. Það er tegund geðveilu sem hefur áhrif á hugsun og skynjun á heiminum í kringum sig. Eins og aðalpersónan í Englum Alheimsins t.d.
Dæmi um manninn sem hélt að hann væri einhverskonar hryðjuverkamaður/frelsihetja og að flestallt í kringum sig væri hluti af einhverju stóru samsæri.
Afþví að flestir virðast ekki vita muninn. Rofin persónuleiki er mjög sjaldgæfur og bara örfá dæmi til af því. Í flestum, ef ekki öllum tilvikum er um að ræða konur sem var misþyrmt í æsku.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..