Nú hef ég horft á þrjár myndir og finn fyrir óstjórnanlegri þörf til að vara aðra hugara við þeim.
Ævintýri Hróðmars Heiðarlega:
Þessi mynd notar barnalegan húmor til þess að reyna að bjarga sér. Til allrar óhamingju eru bílatryggingar og súrmjólkurfernur ekki sérlega fyndnar.
Spaða ás:
Þessa mynd er vart hægt að skilja. Hún er óþarflega löng, hljóðið hræðilegt og söguþráðurinn nær enginn.
Bangsarnir:
Aðaluppistaða þessarar myndar er samansafn af brúðum, böngsum og einu litlu barni. Ég hef enga hugmynd um tilgang myndarinnar (er líklega enginn).
Ekki horfa á þessar myndir! (Nema þið séuð masókistar)<br><br>Royal Fool
“You've been Fooled”