Þetta er auglýsing frá þýska IKEA. Pointið er að gera grín að ‘midsommar’ sem að er hátíð sem að svíar halda upp á á sumrin, þetta er svona eins og hvítasunnan og sautjánda júni rúllað saman í einn pakka. Auglýsingarnar eru réttar að því leyti að það er oft mikið drukkið og það er einnig siður að dansa i kringum stöng og syngja lítið lag um froska. Það sem að fer í taugarnar á svíunum er að þeim finnst þetta full ýkt og svo er það líka ljótt að gera grín að midsommar, hálfgerð helgispjöll. Svona eins og ef Norðmenn mundu gera auglýsingar sem að gerðu grín að 17. júní, þar sem kjánalegir íslendingar væru að drekka, æla, slást og ríða (jafnvel allt í einu) á hverju götuhorni.