Fyrsta er 5. sinfónía Beethovens, svo kemur Ungversk rapsódía (held ég) eftir Brahms sem breytist í vals eftir Strauss (held ég, man ekki nafnið á valsinum) sem aftur breytist í Frére Jacques (Meistari Jakob). Síðan kemur Vorið eftir Vivaldi, sem breytist í Old McDonald had a farm. Svo kemur Dónárvalsinn eftir Johann Strauss, sem breytist í Mæja átti lítið lamb. Síðan kemur nýrra lag, Oxygen númer eitthvað.. man ekki hvað, eftir Jean Michel Jarre. Svo held ég að þetta síðasta sé Brahms, en bara kem því ekki fyrir mig, en það breytist síðan í Saltkjöt og baunir :p
Allt skrifað eftir minni svo það er örugglega ekki allt rétt, en kemur þér vonandi á rétta leið.